Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Bandaríkin Evrópusambandið - 370 svör fundust
Niðurstöður

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar B]

Það er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér framtíð Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi þarf að leita aftur til þeirra hugmynda sem leiddu til samstarfsins og þess jarðvegs sem það spratt upp úr. Í öðru lagi má líta á samstarf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins sem viðbragð við eða ...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?

Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NAT...

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í nóvember 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hver var afstaðan til aðildar að ESB samkvæmt skoðanakönnunum í umsóknarríkjum árin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, í þeim löndum sem þær voru haldnar? Helstu st...

Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? Stundum finnst manni það óljóst í umræðunni.

Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum mælir fyrir um að hlé sé gert á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan ESB. Þá verði aðildarviðræður ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu en hvort og hvenær hún á að fara fram er óljóst. Aðilda...

Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?

Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnun...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn - Myndband

Einn af þekktustu sagnfræðingum 20. aldar, sem hafði óvenjulega yfirsýn, sagði að Evrópusambandið væri „barn sérstakra sögulegra aðstæðna sem geta líklega aldrei komið upp aftur“ (Hobsbawm, 1996, 578). Svo mikið er víst að ESB er afar óvenjulegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Við höldum nú samt að það sé hægt að var...

Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst eru engar evrópskar reglur til sem kveða á um að í Evrópusambandinu sé borgurum óheimilt að rækta grænmeti í görðum sínum. Engar heimildir er heldur að finna fyrir því að þessu hafi nokkurs staðar verið haldið fram, en eins og komið hefur fram í öðrum svörum á Evrópuvefnum e...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í desember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör desembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það? Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það ...

Hefur matvælaverð alltaf lækkað þegar ríki hafa gengið í Evrópusambandið?

Áhrif Evrópusambandsaðildar á matvælaverð eru ólík eftir löndum, því að lönd eru misvel fallin til búvöruframleiðslu. Helst mætti búast við að matvælaverð lækkaði þegar norræn lönd gengju í sambandið þar eð aðstæður til búskapar eru erfiðari þar en víðast hvar sunnar í álfunni. Myndin sýnir hlut landbúnaðar í ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin - Myndband

Kola- og stálbandalagið frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og hagkv...

Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil að uppfylltum tilteknum efnahagslegum viðmiðunum um samleitni (Maastricht-skilyrðunum). Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. *** Aðilda...

Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?

Nei, það eru engin tímamörk á aðildarviðræðunum. Að minnsta kosti eru engir tímafrestir nefndir í opinberum gögnum málsins, hvorki af hálfu Íslands né Evrópusambandsins. Viðræðurnar munu því vara svo lengi sem þeim lýkur ekki með undirritun aðildarsamnings eða vegna þess að annar aðilinn slítur þeim. *** Í o...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í september 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör septembermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? Ættu Íslendingar að taka upp evruna? Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla? Hverjar yrðu hels...

Leita aftur: